Um okkur
þar sem gleði og viðskipti mætast
Hafðu það huggulegt
EIRIKSDOTTIR Gróska er nýr veitingastaður í
hugmyndahúsinu Grósku í Vatnsmýrinni.
EIRIKSDOTTIR tilheyrir sömu eigendum og EIRIKSSON Brasserie, Laugavegi 77. (www.brasserie.is)
Þar eru veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni fremst í fararbroddi.
Með þeim í liði er einnig Guðmundur Ragnarsson – „Gummi í Laugaás“ sem kann aldeilis að halda veislur.
EIRIKSDOTTIR er opin frá kl 9:00 – 16:00 alla virka daga þar sem boðið er upp á heilsusafa, samlokur, kaffi, salöt og fleira góðgæti.
Frá kl 11.30 byrjar hádegisseðill sem breytist reglulega, fiskur dagsins, kjötréttir, pizzur, salöt, grænmetisréttir og fleira.
EIRIKSDOTTIR er einnig glæsilegur veislusalur fyrir allt að 200 gesti í sæti og mun fleiri í standandi veislur.
Í Grósku er glæsilegur ráðstefnusalur, tilvalinn fyrir ráðstefnur, fyrirlestra og fjölbreytta viðburði.
Fyrir utan ráðstefnusalinn er opið rými sem hentar vel fyrir móttökur og veitingar við fallegan gróðurvegg hússins.
EIRIKSDOTTIR sér um kaffiveitingar og það sem þarf fyrir ráðstefnur og fundi.
Viltu bóka fyrir þinn hóp?
Sendu okkur línu
Ekki missa af tækifærinu til að prófa nýjan stað sem hefur upp á margt að bjóða.